miðvikudagur, september 16

laugardagur, júlí 25

Blogg lífgunartilraun

Langt er nú liðið síðan síðast, en ég er að hugsa um að endurnýja bloggið í tilefni af því að eftir eina vinnuviku kemst ég í sumarfrí og eftir það tekur fæðingarorlof. Það eru 7 vikur í komu erfingans og ég er að hugsa um að nota síðuna hérna til að setja inn myndir þegar að því kemur og kannski skrifa einhverjar fréttir. Við viljum gjarnan geta aðgangsstýrt þessum upplýsingum;O) Annars ætlum við að bruna í sumarfrí til Svíaríkis um næstu helgi og vera allavega í 10 daga að skoða Stokkhóm, Smálöndin og Skán.
Over and out í bili

miðvikudagur, apríl 29

Uppdeit af fætinum

Fóturinn er búin að fara í einu lagi til nýja læknisins sem að úrskurði þetta vera tognað liðband og ávísaði þeirri gömlu gigtarkremi og ef að það dugar ekki þá á að sprauta í fótinn eftir hálfan mánuð!! Nú er bara að vona að kremið dugi. Það væri allavega ódýr lausn heilar 57 krónur reiddi ég fram fyrir það!!

þriðjudagur, apríl 28

Sumarið er tíminn....

Sumarið er komið til okkar hérna í Köben og veðrið búið að leika við okkur síðan um páska. Allt stefnir í að aprílmánuður verði sólríkasti mánuður hér síðan að mælingar hófust. Dúnúlpurnar á leið í geymsluna góðu og þá er hægt að lýsa yfir opinberu sumri. Sumarið hefur ekki verið planlagt í smáatriðum ennþá. Niels verður í skólanum út júnímánuð en þá fer hann í sumarfrí frá skólanum en þarf auðvitað að sinna ruslaskyldum sínum. Ég á hinsvegar heldur lítið sumarfrí vegna þess að ég byrjaði svo seint á árinu en á þó allavega eina viku og ætla svo að taka aðeins launalaust frí í júlímánuði. Í ágústmánuði er ég svo að hugsa um að bregða mér í fæðingarorlof en 14. september segja vísindin okkur hjónum að við megum búast við að verða erfingja auðið. Það er auðvitað mikil ánægja með það og það er gaman frá því að segja að honum virðist strax vera í móðurætt sína skotið (skv. föðurnum) og var ekkert nema þrjóskan þegar farið var í 20 vikna sónar. Blessuð konan sagði allavega þrisvar sinnum að þetta barn væri ekki mikið fyrir svona mælingar og myndatökur og sat uppi með alla fjölskylduna í lengri tíma og þegar hún svo ætlaði að taka mynd handa stoltum verðandi foreldrunum þá stakk blessað barnið sér á bólakaf og útkoman varð kolsvört mynd sem minnir helst á loftmyndir af tunglinu!!!!

þriðjudagur, apríl 14

Páskaskýrslan

Las um daginn í blöðunum að það væri ægilega gott að droppa við á fésbókinni eða álíka þá sneri maður svo endurnýjaður til vinnu aftur....þannig að ég er að stelast til að blogga í vinnunni!!!
Páskahátíðin fór nú aldeilis vel fram...við fengum Gunnu okkar heila á húfi með lestinni frá Osló á skírdagskvöldið með alla nýjustu frasana á því alþjóðlega máli Esperanto en hún hafði verið að míngla við Esperantomanninn í lestinni sem var á leið á Esperantoráðstefnu! Á föstudaginn langa tókum við smá túristahring gegnum Nýhöfnina til drottningarinnar enda við ekkert búin að heilsa upp á hana síðan við komum. Í bakaleiðinni settumst við á kaffihús niður í bæ og létum sólina baka okkur, enda hefur verið 15 stiga hiti hér alla páskana og við náðum meira segja aðeins að roðna í andlitinu. Á laugardaginn fórum við Gunna svo í pjötlubúðir með lélegum árangri sérstaklega þó hjá Gunnu!!! Á páskadag fórum við í Tívolí með eldri borgurum borgarinnar og litli drengurinn Niels fékk að leika sér í tækjunum meðan við Gunna sátum eins og gamlar leiðinlega frænkur (sem ekki fara í tækin í Tivolí!!!) á bekkjum víðs vegar að bíða eftir honum!!! Á annnan í páskum fóru Gunna og vonandi Esperantómaðurinn líka af stað til Noregs í hádeginu og við hjónin fórum í ævintýralega langan göngutúr í góða veðrinu og misstum áttir um tíma!!! Sá galli er á gjöf Njarðar að um leið og ég flutti aftur til Danmerkur tóku sig upp gamlir kvillar en bæði Neðra- Hné og snúni ökklinn hafa snúið aftur tvíefld....því að upphaflega uppskar ég þessa áverka í tvennu lagi. Ég hef því haltrað eins og áttræð í tvo mánuði og treysti mér oft ekki til að hlaupa stigana í vinnunni því miður. Við fóturinn erum því að hugsa um að leita í einu lagi til læknis á næstunni og vita hvort að okkur verður ekki ráðlagt eitthvað gott!!!!! Annars hlökkum við til sumarsins og að njóta veðurblíðunnar á ströndinni og víðar um bæinn.

fimmtudagur, apríl 2

blogg....

Er að stelast til að blogga í vinnunni, færði mig á nýjan stað í gær og sit núna við hliðina á yfirmanni mínum sem að mér finnst ekki alveg nógu góð staðsetning en hann er í gönguferð í Tíbet núna þannig að það er um að gera að reyna að blogga meðan hann er þar!!! Fékk í dag lagðar línurnar um hvað fyrsta verkefnið mitt verður þannig að nú fer eitthvað meira að gerast. Vorið er komið og það er spáð allt að 17 stiga hita á laugardaginn ef að það stenst. Ég er alveg eins og gamalmenni hlakka alveg óskaplega til þess að fá páskafrí til að slaka aðeins á, þetta er búið að vera ansi stíft prógramm síðan fyrir jólin í flutningum og byrja í nýrri vinnu/setjast á skólabekk. Gunna frænka ætlar að koma til okkar frá Osló um páskana og við hlökkum ógurlega til að fá hana að leika við;O)

föstudagur, mars 27

Rapportið....

Jæja þá er ég búin að vera mánuð í vinnunni og líkar bara vel! Við erum smátt og smátt að klára að koma okkur fyrir og að verða búin að ganga frá praktískum málum! Talandi um að vera praktískur, á innra netinu í vinnunni koma alls kyns upplýsingar sem varðar starfsemina og meðal annars er hægt að láta ýmsar tilkynningar og þarna nota menn tækifærið og þakka ma. fyrir afmælisgjafir. Þar skrifaði Lars nokkur tilkynningu um daginn og þakkaði kærlega fyrir háþrýstidæluna sem hann fékk þegar hann varð sextugur núna í mars og hann hlakkar mikið til að fara að smúla húsið þegar hlýnar og hita svo te í nýja tekatlinum á eftir!!!! Ekki það að Lars hefur vafalítið látið uppi óskir um að fá umrædda dælu í afmælisgjöf og það er sjálfsagt að leitast við að uppfylla óskir mannana. Annars ætlum við hjónin að sækja Ali vin okkar heim annað kvöld en hann rekur frábæran veitingastað niður í bæ.
Pant annars ekki fá háþrýstidælu frá ykkur þegar ég verð sextug.......